Ef barnið þitt hefur ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi gæti námskeiðið okkar verið eitthvað fyrir þig.
Við byrjum aftur 3 september. Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 18:30-19:25. Takmörkuð pláss
Til að hægt sé að stunda líkamsrækt reglulega er afar nauðsynlegt að hún sé skemmtileg. Okkar markmið er að skapa gleði með hreyfingunni í umhverfi þarsem við reynum að lágmarka alla utanaðkomandi þætti sem geta verið kvíðavaldandi eða skapað neikvæða upplifun af hreyfingunni. Við aðlögum æfinguna af hverjum og einum en mikið er lagt upp úr persónulegri nálgun.
Því ef áhuginn á því að hreyfa sig er til staðar eiga allir eiga það skilið að fá að upplifa gleðina sem henni getur fylgt.
Okkar markmið er að vera sá vettvangur. Ekki Gefast Upp! hefur verið starfandi síðan 2016 og er hugarfóstur þeirra Stebba og Sigga sem byrjuðu með námskeið um sumarið. Allir okkar þjálfarar hafa dýrmæta reynslu við að starfa með ungu fólki sem glímir við andlega vanlíðan.
Á námskeiðinu “Ekki gefast upp” er farið yfir grundvallaratriði líkamsræktar ásamt ávinning hennar á andlega líðan fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára.
Rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli hreyfingar og andlegrar líðan. Aukin vanlíðan getur þó haft áhrif á löngun og getu til að hreyfa sig og erfitt getur reynst að finna sig í hefðbundinni líkamsrækt. „Ekki gefast upp!“ er námskeið þar sem tekið er tillit til þess en æft er í lokuðum sal á lágmarks álagstíma stöðvarinnar ásamt því að stuðst er við einstaklingsmiðað æfingakerfi. Lagt er upp úr persónulegri nálgun og eftirfylgni þar sem markmiðið er að stuðla að jákvæðri upplifun iðkandans.
Fyrir ungmenni sem finna sig ekki í hefðbundu íþróttastarfi eða glíma við andlega vanlíðan s.s. þunglyndi, félagsfælni og kvíða.
Í "Ekki gefast upp" er farið yfir grundvallaratriði líkamsræktar ásamt ávinning hennar á andlega líðan. Aðal markmiðið okkar er að gera líkamsræktina skemmtilega. Allir eru á sínum forsendum og tilgangur Ekki Gefast Upp! er að auðvelda skrefið að fara hreyfa sig. Ekki Gefast Upp er fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13-18 ára. Æft er í litlum hópum og því takmörkuð sæti í boði.
Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli hreyfingar og andlegrar líðan. Aukin vanlíðan getur þó haft áhrif á löngun og getu til að hreyfa sig og erfitt getur reynst að finna sig í hefðbundinni líkamsrækt. Ef barnið þitt hefur átt erfitt með að finna sig í hefðbundinni likamsrækt getur sú nálgun og það aðhald sem Ekki Gefist Upp! býður upp á reynst vel
Hjá „Ekki gefast upp!“ er æft á lágmarks álagstíma stöðvarinnar ásamt því að stuðst er við einstaklingsmiðað æfingakerfi. Bæði er æft í hefðbundnum tækjasal og lokuðum sal í stöðinni.
Lagt er upp úr persónulegri nálgun og eftirfylgni þar sem markmiðið er að stuðla að jákvæðri upplifun iðkandans.
Verð fyrir 4 vikur er 24.900 en æfingar ná yfir 12 vikna tímabil (hægt er að nýta frístundastyrk til niðurgreiðslu)
Craft og Ekki Gefast Upp! eru í samstarfi en Craft sér öllum þjálfurum fyrir glæsilegum æfingarfatnaði ásamt því að við bjóða iðkendum okkar uppá glæsilegan fatnað á góðu verði sem nálgast má hér: https://craftverslun.is/collections/ekki-gefast-upp
Craft er útivistar og íþróttavörufyrirtæki og er verslun þeirra staðsett á Höfðabakka 9, D-Svæði
Litla Kvíðameðferðarstöðin (Litla KMS) er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 0-20 ára. Sálfræðingar Litlu KMS sérhæfa sig í kvíðameðferð og öðrum tilfinningavanda og fá börn og aðstandendur þeirra greiningu, ráðgjöf og meðferð. Í því felst greining á öllum kvíðaröskunum barna, þunglyndi, áráttu-þráhyggju og vinna með aðra þætti er snúa að velferð barns s.s. svefnvanda, lágu sjálfsmati og börnum sem eiga erfitt vegna ytri aðstæða s.s. einelti, skilnaður eða andlát/áföll. Sálfræðingar Litlu KMS taka einnig að sér fræðslu, fyrirlestra og námskeiðshald fyrir börn, ungmenni, foreldra og aðra aðstandendur. Fyrirlestrar og fræðsla er einnig í boði fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem hafa áhuga á að fræðast um kvíða og aðrar raskanir barna og ungmenna. Litla Kvíðameðferðarstöðin er staðsett í Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími: 571-6610
Ekki Gefast Upp er staðsett í húsnæði Heilsuklasans (efri hæð), Bíldshöfða 9 Reykjavík.